[FALK 04] BÆN

by AMFJ

/
1.
2.
04:12
3.
05:26
4.
03:20
5.
05:54
6.
04:35
7.

credits

released October 5, 2011

tags

license

all rights reserved

about

AMFJ Reykjavík, Iceland

A one-man power-electronics/industrial noise project
from Reykjavík, Iceland. Whether fast and furious, or calm and pensive, all AMFJ shows have intensity in common. Mesmerizing feedback loops, mixed with loud, beat oriented playbacks, and heavily sound-altered vocals presented with a powerful and often theatrical performance, leaving no one untouched ... more

contact / help

Contact AMFJ

Streaming and
Download help

Track Name: Öldungur
Hver er slíkt barn?
Löngum djarft og snjallt til víga.
Fyllist jafnvel eldmóði þegar bálið fellur í valinn,
hunsar svo boð sín og fellur í stafi
ef fregnin skiptir um svip.

Senn mun hið rétta vitnast
um almanna róm sem vitaljóð
og reiði bölbænar í þjóðar nafni.

Í angist
ég vænti ótíðinda af logans gleði,
líkt og draumur sem ennþá vefst í húmsins dul
skundar skjótur því ekkert sést
í skugga smjörviðarins sem atast blóði.

Ég lít þig sælum sjónum
eftir kenni frá vöðvum og liðum...
orsök um það bil helmings þeirra.

(Eldsumbrot aukast.)

Bænir vorar stíga upp til þín...
Track Name: Mammón
Þú veist það er illa séð að
sitja við og betla
þú veist að það má ekki
sóa eignum náunga þíns
en það orkar það enginn
til lengdar að standa í
skurðgreftri og barlóm

og þú veist
að það kemur að því
að þú þarft að
greiða þínar skuldir
Tak þá skuldabréf þitt
set þig niður og
skrifaðu sem skjótast

Notaðu hinn rangláta
til þess að eignast vini
þá er endalaust taka við þér
í eilífar tjaldbúðir er að enda kemur

Mammón
er eini vinur þinn
er á reynir

En veistu þá
að þú snýrð aldrei aftur
átt aldrei aftur
afturkvæmt
hér á meðal oss

og er þá ekki gott að vita
að Mammón
mammón
er eini vinur þinn
Track Name: Retoría
Horfðu í augu þín og
hvaðan orð þín koma
finndu hvað þú ert að segja og
stígðu út fyrir þig

upplogin sannindi
endurröðuð á ný

retóría svíkur þig á
eigin bragði og
réttlætir sig
líður vel með sig

reynum við að sanna mislognar
heimspeki lausnir

Retoría stingur þig í bakið
Track Name: Húsið Andar
Hlusta á húsið anda
hugsa um það sem ekki má
hugsa um það núna
og aldrei aftur

Húsið andar
Minnir á sig
Er hér

Leitandi gómar
Þreifa í tómið
Held niðri andanum
Vona

Húsið andar
Andar fyrir þig
Vorkennir

Skilvitin vakna
Renn á þverrandi ilminn
Leita og staðset
Finn ekkert

Húsið andar
Andar á þig
Blæs

Horfi á og sé
Sé það sem ég alltaf vissi
Sé það núna
Og aldrei aftur

Húsið andar